Working together for standards The Web Standards Project


Á þeim árum sem ég var hópstjóri hjá „Web Standards Project“ hafði ég mikinn metnað fyrir því að breiða út boðskapinn og koma á tengslum við kollega okkar um heim allan. Þetta er jú Veraldarvefurinn, ekki satt? Mér þótti því rökrétt að álykta að það væri verkefni okkar til framdráttar að starfa sem opinn hópur fremur en lokaður.

Með þetta í huga fór ég að hugsa um nýja tegund hóps fyrir WaSP. Hópur þessi yrði hvorki verkhópur né nefnd, heldur yrði hann vinnuhópur sem helgaði sig því að miðla upplýsingum um heim allan. Markmiðið var að bjóða upp á svæði þar sem fólk gæti unnið við þýðingar, þróað tengslanet sitt, skipst á upplýsingum og jafnvel hist augliti til auglitis þegar mögulegt er. Hópurinn innihéldi einstaklinga sem og aðra hópa, og tengdist landssamböndum af ýmsu tagi og bætti aðgang vefsmiða og vefhönnuða um heim allan að fagupplýsingum.

Ég var nokkuð hikandi við að setja þessa hugmynd fram, þar sem breytingar á einkahögum mínum voru yfirvofandi. Ég óttaðist að ég þyrfti að hverfa frá nýrri hugmynd vegna gamalla hindrana sem ég hafði svo oft mætt í starfi mínu fyrir WaSP. Það er ekki hlaupið að því að stjórna grasrótarhreyfingum og sjálfboðastarfi þar sem þættir í lífi einstaklinga eins og launuð vinna og fjölskyldulíf ganga fyrir sjálfboðavinnu. En ég setti engu að síður fram hugmynd mína og sé síður en svo eftir því.

Eftir að hugmynd mín kom fram byrjaði hópurinn ekki aðeins að stækka heldur einnig að móta sig sjálfur með lýðræðislegum hætti. Í dag er ILG formlega stýrt af tveimur ákaflega athafnasömum konum, þeim Stephanie Troeth og Glenda Sims, en framlag þeirra til að tryggja fagmennsku og vönduð vinnibrögð í atvinnugreininni er ómetanlegt. Það er einstaklega fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur fólks frá öllum heimshornum sem með eldmóði sínum og þokka gerir þessa framsæknu og opnu sýn að veruleika.

Það er því af mikilli ánægju og stolti sem ég í dag kynni fyrir ykkur Web Standards Project International Liaison Group.

Kærar kveðjur,
Molly

Molly E. Holzschlag
Fyrrum hópstjóri Web Standards Project.

— Haukur Már Böðvarsson

Return to top

Post a Reply

Comments are closed.


All of the entries posted in WaSP Buzz express the opinions of their individual authors. They do not necessarily reflect the plans or positions of the Web Standards Project as a group.

This site is valid XHTML 1.0 Strict, CSS | Get Buzz via RSS or Atom | Colophon | Legal